Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. maí 2018 06:00
Ingólfur Stefánsson
Hazard vill vinna titilinn á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Eden Hazard leikmaður Chelsea hefur gefið í skyn að hann vilji vera áfram hjá liðinu og segist vilja vinna enska titilinn á næsta tímabili.

Hazard tryggði Chelsea 1-0 sigur gegn Manchester United í úrslitum FA bikarsins um helgina.

Þessi 27 ára gamli leikmaður á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea. Hann sagði nýlega að hann myndi ekki framlengja samning sinn fyrr en að hann myndi sjá hvaða leikmenn Chelsea myndu kaupa í sumar.

Hann hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester City meðal annars en hann segist vilja vinna titilinn með Chelsea aftur.

„Við erum með fullt af góðum leikmönnum, leikmenn sem eru vanir að vinna titla. Við verðum tilbúnir á næsta tímabili," sagði Hazard.

„Ég held að allir leikmennirnir hér vilji það sama og það er að vinna titilinn. Auðvitað munum við sjá hvort við munum styrkja liðið eitthvað í sumar en ég held að allir sé einbeittir og stefni að titlinum."

Hazard hefur unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar sinnum með Chelsea en hann gekk til liðs við félagið frá Lille árið 2012.
Athugasemdir
banner
banner