þri 22. maí 2018 05:55
Ingólfur Stefánsson
Ísland í dag - Keflvíkingar fara til Akureyrar
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Einn leikur fer fram í Pepsi deild karla í dag. KA-menn fá Keflvíkinga í heimsókn til Akureyrar.

Keflvíkingar eru á botni deildarinnar með 1 stig en geta jafnað KA menn að stigum með sigri.

Upphaflega áttu að fara fram þrír aðrir leikir á sama tíma en þeir hafa verið færðir til miðvikudags.

Leikur Grindavíkur og Vals verður á miðvikudaginn en á sama tíma verður Breiðablik - Víkingur í Kópavogi og Stjarnan - Fylkir í Garðabæ.

Einnig fara fram þrír leikir í Mjólkurbikar kvenna. Fjölnisstúlkur fá Hauka í heimsókn og Einherji mætir Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í Austurlandsslag. Þá verður einnig spilað í 4. deild karla.

þriðjudagur 22. maí
Pepsi-deild karla
19:15 KA-Keflavík (Akureyrarvöllur)

4. deild karla - A-riðill
20:00 Ýmir-KB (Kórinn)

Mjólkurbikar kvenna
19:15 Fjölnir-Haukar (Egilshöll)
19:15 Einherji-Fjarðab/Höttur/Leiknir (Vopnafjarðarvöllur)
20:00 Hvíti riddarinn-Afturelding/Fram (Varmárvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner