þri 22. maí 2018 08:36
Magnús Már Einarsson
Kane verður fyrirliði Englands á HM
Harry Kane verður fyrirliði enska landsliðsins í sumar.
Harry Kane verður fyrirliði enska landsliðsins í sumar.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji Tottenham, verður fyrirliði enska landsliðsins á HM í sumar. Wayne Rooney var fyrirliði á EM í Frakklandi en hann er hættur að spila með enska landsliðinu.

Kane, Eric Dier og Jordan Henderson hafa allir fengið tækifæri með fyrirliðabandið í leikjum Englands undanfarin ár.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur nú staðfest að hinn 24 ára gamli Kane verði fyrirliði á HM. Kane hefur skorað tólf mörk í 23 landsleikjum á ferlinum.

„Harry hefur framúrskarandi persónulega hæfileika. Hann er magnaður atvinnumaður og eitt af því mikilvægasta sem fyrirliðar gera er að setja fordæmi á hverjum degi," sagði Southgate.

HM hópur Englands

Leikir Englands á HM
18. júní England - Túnis
24. júní England - Panama
28. júní England - Belgía
Athugasemdir
banner
banner