Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 22. maí 2018 15:57
Magnús Már Einarsson
Laust pláss fyrir íslenskt félag á móti með Manchester United
Mótið fer fram í Norður-Írlandi í júlí.
Mótið fer fram í Norður-Írlandi í júlí.
Mynd: SuperCupNI
Vegna forfalla eru ÍT ferðir með í boði ferð fyrir eitt íslenskt lið á mjög sterkt “elítumót” á N-Írlandi í júlí, Supercup NI. Mótið var stofnað árið 1983 og hét áður Milk Cup.

Tilboðið er aðeins fyrir eitt lið 15 ára (og yngri), piltar f. 2003 eða síðar, þ.e. yngra árið í 3. flokki og það gildir fyrir max 22ja manna hóp, 18 leikmenn og fjóra þjálfara/fararstjóra.

Þátttökulið í mótinu eru 20, 10 eru frá N-Írlandi og Írlandi, en 10 frá öðrum löndum. Þar má nefna Manchester United, Southampton og Charlton frá Englandi sem og félög frá Bandaríkjunum, Írlandi, Mexíkó, Síle og Skotlandi.

Öll lið leika 5 leiki, einn á dag frá mánudegi til föstudags.

Ferðtilhögun:
Laugard. 21. júlí; 06:15 – 10:05, KEF-DUB með Wow Air.
Laugard. 28. júlí; 11:45 – 13:25, DUB-KEF með Wow Air.

Sértilboð:
Aðeins 80.000 kr. per mann x 20 greiðandi ... og 2 fríir þjálfarar.

Innifalið:
Flug með Wow Air til Dublin með sköttum, einni tösku (20 kg) og handfarangri (10 kg).
Gisting x 7 nætur
Þrjár máltíðir daglega
Akstur innan Írlands/N-Írlands skv. nánari útlistun
Þátttaka í Supercup NI ... alls 5 leikir

Áhugasöm félög hafi samband sem allra fyrst við Hörð eða Hannibal hjá ÍT ferðum í síma 588 9900 / 897 8202, e-Mail: [email protected]
Athugasemdir
banner
banner
banner