Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 22. maí 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Lið með 5500 manna völl upp í La Liga
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Huesca tryggði sér um helgina sæti í La Liga á Spáni í fyrsta skipti í sögunni.

Huesca var stofnað árið 1910 af stuðningsmönnum Barcelona en félagið hefur aldrei áður komist upp í spænsku úrvalsdeildina.

Huesa lagði Lugo 2-0 í spænsku B-deildinni í gær og tryggði sér þar með sæti í úrvalsdeild þrátt fyrir að tvær umferðir séu eftir.

Uppgangurinn hefur verið hraður hjá Huesca undanfarin ár en liðið spilaði í C-deildinni tímabilið 2014/2015.

Estadio El Alcoraz, heimavöllur Huesca, tekur einungis 5500 áhorfendur í sæti og ljóst er að slegist verður um miðana þar þegar stórliðin á Spáni koma í heimsókn næsta vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner