Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. maí 2018 15:40
Magnús Már Einarsson
Marco Silva að taka við Everton
Mynd: Getty Images
Marco Silva verður líklega ráðinn stjóri Everton í næstu viku samkvæmt frétt Sky Sports í dag.

Sam Allardyce var rekinn í síðustu viku og síðan þá hafa nokkrir stjórar verið orðaðir við stöðuna.

Auk Silva hafa Paulo Fonseca hjá Shakhtar Donetsk og Unai Emery, fráfarandi þjálfari PSG, verið orðaðir við Everton. Emery er að öllum líkindum að taka við Arsenal.

Everton reyndi að fá Silva eftir að Ronald Koeman var rekinn í nóvember í fyrra.

Watford vildi ekki sleppa Silva og Everton ákvað þá að ráða Allardyce. Silva var síðan rekinn frá Watford í janúar eftir dapurt gengi.
Athugasemdir
banner
banner
banner