Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. maí 2018 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikar kvenna: Fjölnir kláraði Hauka
Fjaraðb/Höttur/Leiknir og Afturelding/Fram einnig áfram
Aníta Björk skoraði tvö fyrir Fjölni.
Aníta Björk skoraði tvö fyrir Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það var leikið í 1. umferð Mjólkurbikars kvenna í kvöld. Síðustu leikirnir í 1. umferðinni fóru fram.

Það var Inkasso-slagur þar sem Fjölnir fékk Hauka í heimsókn. Fjölnir braut ísinn á 39. mínútu og gekk síðan frá leiknum með tveimur mörkum snemma í seinni hálfleik.

Lokatölur 3-0 fyrir Fjölni sem fer áfram, rétt eins og Fjaraðb/Höttur/Leiknir og Afturelding/Fram.

Sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F. sigraði Einherja 2-0 á meðan Afturelding/Fram valtaði yfir Hvíta Riddaranna í nágrannaslag í Mosfellsbæ.

Næst taka við 16-liða úrslitin.

Einherji 0 - 2 Fjarðab/Höttur/Leiknir
0-1 Jóhanna Lind Stefánsdóttir ('57)
0-2 Ashley Batista Maza ('69)

Fjölnir 3 - 0 Haukar
1-0 Nadía Atladóttir ('39)
2-0 Aníta Björk Bóasdóttir ('50)
3-0 Aníta Björk Bóasdóttir ('52)

Hvíti Riddarinn 0 - 12 Afturelding/Fram
Athugasemdir
banner
banner