banner
   þri 22. maí 2018 12:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndi ekki skipta Ronaldo fyrir Salah
Zidane ræðir hér við sinn besta leikmann, Cristiano Ronaldo.
Zidane ræðir hér við sinn besta leikmann, Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, myndi ekki skipta Cristiano Ronaldo fyrir Mohamed Salah.

Ronaldo og Salah eru í aðalhlutverki í sínum liðum, Real Madrid og Liverpool, og munu þeir mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í Kænugarði, komandi laugardagskvöld.

Salah hefur átt magnað tímabil með Liverpool, skorað 44 mörk, og hefur hann verið orðaður við Real Madrid, en er hann var spurður að því hvort hann myndi skipta Ronaldo fyrir Salah, þá sagði Zidane:

„Nei, ég er með Cristiano og ræði bara um mína leikmenn. Cristiano er bestur og sýnir það á hverju ári."

Ronaldo er markahæstur í Meistaradeildinni í vetur með 15 mörk, en hann hefur í heildina skorað 44 mörk á tímabilinu, rétt eins og Salah. Ronaldo mun reyna að komast fram úr Salah á laugardaginn í leik sem lofar mjög góðu.

Real getur unnið Meistaradeildina í þriðja sinn í röð á meðan Liverpool reynir að vinna keppnina í fyrsta sinn í 13 ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner