þri 22. maí 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Pellegrini ætlar í sóknarbolta hjá West Ham - Rífur upp veskið
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, nýráðinn stjóri West Ham, er tilbúinn með óskalista af leikmönnum fyrir leikmannamarkaðinn í sumar.

Pellegrini var ráðinn til West Ham í dag og þessi fyrrum stjóri Manchester City hefur tilkynnt að hann ætli að spila sóknarbolta hjá félaginu. West Ham endaði í 13. sæti á nýliðnu tímabili.

„Ég tel að West Ham sé með mjög gott lið. Ég þekki alla leikmennina og sá flesta leiki sem liðið spilaði á síðasta tímabili," sagði Pellegrini.

„Ég er viss um að við höfum sterkt lið með þeim leikmönnum sem við höfum í hópnum í dag plús fjórum eða fimm leikmönnum sem við bætum kannski við."

„West Ham átti erfitt tímabil á síðasta tímabili og ég vona að við getum spilað fótbolta sem gleður aðdáendur á næsta tímabili. Ég spila alltaf sóknarbolta og við þurfum að reyna að ná mikilvægum markmiðum á þessu tímabili."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner