Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. maí 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Pellegrini tekinn við West Ham (Staðfest)
Aftur í enska boltann.
Aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini hefur verið ráðinn stjóri West Ham en félagið staðfesti þetta í dag. Hinn 64 ára gamli Pellegrini skrifaði undir þriggja ára samning við Hamrana.

Hann tekur við af David Moyes sem fékk ekki áframhaldandi samning eftir að hafa bjargað West Ham frá falli.

Pellegrini var áður stjóri Manchester City í þrjú ár en liðið varð enskur meistari undir hans stjórn árið 2014.

Síðast var Pellegrini þjálfari Hebei China Fortune en hann tekur á sig launalækkun til að töka við West Ham. Þrátt fyrir það er hann launahæsti stjórinn í sögu West Ham.



Athugasemdir
banner
banner