Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. maí 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: AFP 
Pepe Reina bendlaður við mafíuna
Pepe Reina.
Pepe Reina.
Mynd: Getty Images
Pepe Reina, markvörður Napoli í Seríu A, hefur verið kallaður á fund ítalska knattspyrnusambandsins vegna meintra tengsla hans við Camorra mafíuna í Naples.

Samkvæmt yfirlýsingu ítalska knattpsyrnusambandsins hefur Reina haldið úti vinskap með Gabriele Esposito, Francesco Esposito og Giuseppe Esposito.

Búið er að handtaka Esposito bræðurna en þeir eru taldir vera háttsettir í Camorra mafíunni.

Fyrrum fótboltamennirnir Salvatore Aronica og Paolo Cannavaro, hafa einnig verið kallaðir til vegna málsins.

Reina er fyrrum markvörður Liverpool en hann hefur verið hjá Napoli frá 2015. Hann er á leið til AC Milan á frjálsri sölu í sumar. Reina er orðinn 35 ára gamall, en hann er hluti af leikmannahópi Spánverja sem fer á HM í Rússlandi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner