Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 22. maí 2018 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Markalaust jafntefli á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 0 - 0 Keflavík
Lestu nánar um leikinn

Það var fátt um fína drætti þegar KA og Keflavík mættust á Akureyrarvelli í Pepsi-deild karla í kvöld. Þetta var eini leikur kvöldsins í deildinni, en þeir áttu upphaflega að vera fleiri.

Heimamenn í KA voru sterkari til að byrja með en Keflvíkingar áttu líka sínar sóknir.

Okkar maður á Akureyri óskaði eftir meira fjöri þegar seinni hálfleikur var flautaður á, en ekki er hægt að segja að hann hafi fengið ósk sína uppfyllta. KA var nálægt því að stela sigrinum í lokin þegar Ásgeir Sigurgeirsson skaut í slána, en meira var það ekki; niðurstaðan markalaust jafntefli.

Bið Keflavíkur eftir fyrsta sigrinum heldur áfram, en liðið er hins vegar komið upp úr neðsta sætinu og upp í 11. sæti. Keflvíkingar hafa tvö stig eftir fimm leiki á meðan KA er með fimm stig í níunda sæti.

Sjá einnig:
Martínez fékk höfuðhögg - Aron Elí í marki KA



Athugasemdir
banner
banner
banner