Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. maí 2018 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo: Hefði frekar verið til í að mæta Man Utd
Ronaldo er fyrrum leikmaður Man Utd.
Ronaldo er fyrrum leikmaður Man Utd.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, besti leikmaður Real Madrid, hefur látið athyglisverð ummæli falla fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool. „Ég hefði frekar verið til í að mæta Manchester United," sagði sá portúgalski.

Ronaldo, sem er markahæsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar, er fyrrum leikmaður Manchester United.

„Ég hefði frekar verið til í að mæta Man Utd, en Liverpool á skilið virðingu," sagði Ronaldo við fjölmiðlamenn í Madríd.

„Þetta verður ekki auðvelt fyrir okkur, þeir eiga skilið að vera í úrslitaleiknum. Þeir minna mig á hvernig við vorum fyrir þremur eða fjórum árum, þeir eru kröftugir í sóknarleiknum og ég virði þá. En Madríd er betra lið, við verðum að spila okkar leik."

Ronaldo getur unnið Meistaradeildina í fimmta sinn á sínum ferli á laugardaginn. Hann er klár í slaginn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.

Sjá einnig:
Lovren: Tilbúinn að stöðva Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner