Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. maí 2018 15:58
Elvar Geir Magnússon
Sarri búinn að hafna tilboði frá Zenit
Sarri er skemmtilegur karakter.
Sarri er skemmtilegur karakter.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Napoli, hefur hafnað samningstilboði frá Zenit í Pétursborg.

Talið er að hann verði áfram hjá Napoli eða muni taka við Chelsea.

Napoli náði 91 stigi í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili en hafnaði í öðru sæti á eftir Juventus.

Zenit bauð Sarri ansi há laun ef hann myndi taka samningstilboði félagsins en hann hafnaði því.

Framtíð Sarri hefur mikið verið í umræðunni og talað um að hann gæti tekið við stjórnartaumum Chelsea. Hann reyndar sagði á fréttamannafundi að það gæti líka hugsast að hann tæki sér eins árs frí frá bransanum en talið er ólíklegt að af því verði.
Athugasemdir
banner
banner
banner