Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. maí 2018 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sky: Ancelotti hefur rætt við forseta Napoli
Ancelotti var rekinn frá Bayern í september á síðasta ári.
Ancelotti var rekinn frá Bayern í september á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Sky á Ítalíu greinir frá því í kvöld að Carlo Ancelotti sé búinn að ræða við forseta Napoli um að taka við liðinu.

Maurizio Sarri er sagður á förum frá félaginu. Sarri er búinn að hafna tilboði frá Zenit í Rússlandi, en hann hefur einnig verið sterklega orðaður við Chelsea.

Samkvæmt Sky er Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, búinn að gera ráðstafanir ef Sarri fer og ætlar hann að ráða Ancelotti.

Ancelotti hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Bayern München í septemeber á síðasta ári.

Ancelotti er fyrrum stjóri Chelsea, PSG og Real Madrid, en hans síðasta starf á Ítalíu var hjá AC Milan þar sem hann náði stórkostlegum árangri.

Napoli hefur tvisvar á síðustu þremur endað í öðru sæti Seríu A á eftir Juventus.

Sjá einnig:
Lið tímabilsins á Ítalíu
Athugasemdir
banner
banner
banner