Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. maí 2018 06:30
Ingólfur Stefánsson
Van Dijk: Ég þarf að ráða við Ronaldo
Mynd: Getty Images
Virgil Van Dijk varnarmaður Liverpool segir að hann muni þurfa að ráða við Cristiano Ronaldo þegar Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu næstu helgi.

Van Dijk sagði í viðtali við sjónvarpsstöð Liverpool að honum hlakkaði mikið til leiksins sem fer fram í Kiev á laugardaginn.

Van Dijk hefur þegar mætt Ronaldo einu sinni á leiktíðinni í vináttulandsleik Hollands og Portúgals í mars. Hann segir að hann sé tilbúinn að mæta honum aftur.

„Hann hefur verið að skora mörk til gamans undanfarin ár og hann er augljóslega mjög hæfileikaríkur. Hann er einn sá besti í heiminum og ég þarf að reyna að ráða við hann."

„Hann er samt ekki sá eini hjá þeim sem býr yfir miklum hæfileikum og við þurfum allir að vera klárir í það."

„Þeir þurfa hinsvegar að vera klárir líka. Við erum einnig með mjög hæfileikaríkt lið þannig að ég reikna með hörkuleik. Það mikilvægasta fyrir okkur er að spila okkar leik og ekki reyna að breyta of miklu."
Athugasemdir
banner