Jón Daði Böðvarsson skoraði fyrra mark Íslands gegn Austurríki en þetta var fyrsti sigur liðsins í sögunni, á stórmóti.
Hann kom þá liðinu í 1-0 en Austurríki jafnaði í seinni hálfleik áður en Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið í blálokin.
Selfyssingurinn viðurkennir að það var erfitt að fylgjast með, síðustu 20 mínúturnar.
Hann kom þá liðinu í 1-0 en Austurríki jafnaði í seinni hálfleik áður en Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið í blálokin.
Selfyssingurinn viðurkennir að það var erfitt að fylgjast með, síðustu 20 mínúturnar.
„Þessar síðustu 20 voru svo erfiðar að ég var farinn að biðja og ég veit ekki hvað."
Hann var spurður hvernig honum leið þegar hann skoraði markið.
„Ég veit það ekki einu sinni, þetta var svo æðislegt og þetta er eitthvað sem alla sem byrja að spila fótbolta, dreymir um. Að skora á EM, í fyrsta skipti í sögu Íslands er ótrúlegt og ógeðslega gaman."
Þetta var hans annað mark með landsliðinu en það fyrsta kom gegn Tyrkjum í undankeppninni. Hann var spurður út í fagnið núna og þá.
„Þetta var aðeins betra fagn núna, ég get verið sáttur við það. Reynslan er góð."
Hann segir stemninguna inn í klefa hafa verið góð og menn voru rétt stilltir.
„Það var rosaleg einbeitting, við náðum að stilla strengina og það var enginn að fara yfir um og það var rosalega mikilvægt."
Ísland spilar við England í 16-liða úrslitunum á mánudag og er Jón Daði afar spenntur fyrir því.
„Akkurat, maður horfði á þetta stöðugt þegar maður var á Íslandi og maður ólst upp við að horfa á enska boltann. Svo hélt maður með Englandi líka öllum þessum stórmótum. Það verður æðislegt og ég get ekki beðið."
Hann er auðvitað ánægður með sigurinn en hann hefði viljað sjá liðið halda boltanum betur innan liðsins.
„Já, við náðum ekki að halda boltanum eins mikið og við vildum og þeir voru að halda boltanum betur en við og það tekur rosa mikla orku úr öllu liðinu. Við reyndum eins og við gátum að ná tökum á boltanum og slaka aðeins á en það gékk ekki alveg eins vel og við hefðum viljað en við náðum að sigla þessu heim," sagði Jón Daði að lokum.
Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir