Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júní 2017 22:06
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
4. deild: Álftanes með tíu marka sigur
Bragi Þór, til hægri skoraði tvö mörk í kvöld
Bragi Þór, til hægri skoraði tvö mörk í kvöld
Mynd: Álftanes
Tveir leikir fóru fram í 4. deild karla í kvöld en leikið var í B og D-riðli.

Í D-riðli mættust og Álftanes og Álafoss og verður að segjast að þetta hafi verið auðvelt fyrir Álftanes í kvöld. Leiknum lauk 10-0.

Guðbjörn Alexander Sæmundsson, Styrmir Svavarsson, Bragi Þór Kristinsson og Egill Már Hreinsson skoruðu tvö mörk hver og Andri Janusson og Garðar Ingvar Geirsson bættu við sitt hvoru markinu.

Með sigrinum komst Álftanes upp á topp D-riðilsins en KH er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Álftanesi og á leik til góða. Álafoss er í neðsta sæti og eiga enn eftir að fá sín fyrstu stig.

Þá sigruðu Vatnaliljur gríðarlega mikilvægan sigur á KFR og halda sér í toppbaráttu B riðils.

B-riðill
Vatnaliljur 2 - 0 KFR
Markaskorara vantar

D-riðill
Álftanes 10 - 0 Álafoss
1-0 Guðbjörn Alexander Sæmundsson
2-0 Andri Janusson
3-0 Guðbjörn Alexander Sæmundsson
4-0 Styrmir Svavarsson
5-0 Bragi Þór Kristinsson
6-0 Styrmir Svavarsson
7-0 Bragi Þór Kristinsson
8-0 Garðar Ingvar Geirsson úr víti
9-0 Egill Már Hreinsson
10-0 Egill Már Hreinsson


Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner