Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. júní 2017 19:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Alexis Sanchez orðinn markahæsti leikmaður í sögu Síle
Sanchez fagnar meti sínu
Sanchez fagnar meti sínu
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal og Síle varð í kvöld markahæsti leikmaður í sögu Síle.

Síle eru ríkjandi Suður-Ameríkumeistarar og leika því þessa dagana í Álfukeppni FIFA.

Þessa stundina er leikur Síle og heimsmeistara Þýskalands í gangi í B-riðli Álfukeppninnar en þetta er annar leikur liðanna í keppninni en bæði lið unnu fyrstu leiki sína.

Sanchez kom Síle yfir eftir aðeins fimm mínútna leik og var þetta 38. mark hans fyrir þjóð sína.

Með marki sínu komst Sanchez framúr Marcelo Salas en hann skoraði 37 mörk í 70 landsleikjum. Sanchez þurfti að 112 leiki til þess að bæta metið.

Þýskaland jafnaði undir lok fyrri hálfleiks en það gerði Lars Stindl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner