Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júní 2017 16:53
Elvar Geir Magnússon
Álfukeppnin: Stál í stál hjá Kamerún og Ástralíu
Andre Anguissa, leikmaður Marseille, fagnar marki sínu.
Andre Anguissa, leikmaður Marseille, fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Kamerún 1 - 1 Ástralía
1-0 Andre Zambo ('45 )
1-1 Mark Milligan ('60 , víti)

Kamerún og Ástralíu gerðu 1-1 jafntefli í B-riðli Álfukeppninnar í Rússlandi. Bæði lið töpuðu í fyrstu umferðinni og ekki ólíklegt að þau muni bæði sitja eftir í riðlinum en lokaumferðin er eftir.

Andre Anguissa skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og kom Kamerún yfir rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik jafnaði Ástralía úr vítaspyrnu.

Liðunum tókst ekki að finna sigurmark og jafntefli því niðurstaðan.

Það er stórleikur í kvöld klukkan 18 en Þýskaland og Síle eigast við í beinni útsendingu á RÚV 2.

Byrjunarlið Ástralíu: Ryan, Degenek, Gersbach, Milligan, Leckie, Wright, Juric, Kruse, Mooy, Sainsbury, Rogic

Byrjunarlið Kamerún: Ondoa, Mabouka, Anguissa, Teikeu, Ngadeu-Ngadjui, Moukandjo, Aboubakar, Bassogog, Siani, Djoum, Fai
Athugasemdir
banner
banner
banner