Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júní 2017 12:45
Arnar Daði Arnarsson
Höfuðstöðvum KSÍ Laugardal
Í beinni: Freyr velur EM hópinn - Fer Harpa með?
Fundurinn hefst 13:15
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 13.15 hefst fréttamannafundur. Efni fundarins er val Freys Alexanderssonar þjálfara kvennalandsliðsins á EM-hópnum.

Það kemur því í ljós hvaða 23 leikmenn Freyr velur í lokahópinn fyrir EM í Hollandi í júlí. Fyrsti leikur Íslands er gegn Frakklandi 18. júlí.

Fundurinn er í beinni hjá Fótbolta.net, lýsingu í gegnum Twitter og er sýndur á Facebook.

Enn eru nokkur spurningarmerki varðandi lokahópinn en nokkir leikmenn hafa verið að glíma við mismikil meiðsli undanfarna mánuði og vikur.

Til að mynda voru þær Sandra María Jessen og Hólmfríður Magnúsdóttir ekki í síðasta leikmannahóp vegna meiðsla en þær hafa verið að koma til baka með sínum liðum í Pepsi-deildinni síðustu vikur.

Þá er markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir aðeins búinn að byrja einn leik með Stjörnunni í Pepsi-deildinni í sumar en hún var markahæsti leikmaður undankeppninnar með 10 mörk.

Hún hefur verið að koma sér aftur af stað eftir barnsburð í upphafi árs. Hún sagði í viðtali við Fótbolta.net í vikunni vera tilbúin fyrir EM.

,Ég tel mig vera tilbúna til að fara á EM, en það er ekki mitt að meta. Ég hef unnið að því að koma mér í form svo ég sé allavegana möguleiki fyrir landsliðsþjálfarann. Það verður að koma í ljós. Ég er á lokametrunum í kapphlaupinu við tímann. Við verðum að sjá hvað sé ætlast til," sagði Harpa.

Vitað er að Margrét Lára Viðarsdóttir getur ekki leikið með landsliðinu á EM vegna krossbandaslita sem hún varð fyrir, fyrir tæplega mánuði síðan. Sú fjórða sem slítur krossband í undirbúningi keppninnar.

Það verður því athyglisvert að sjá hvaða 23 leikmenn fá þann heiður að vera í EM-hóp Íslands á Evrópumótinu sem fram fer í Hollandi í sumar.

Fylgstu með fréttamannafundinum sem hefst klukkan 13:15 í beinni hér á Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner