Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. júní 2017 18:30
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 2. deild: Er minna að vinna skallabolta
Leikmaður 7. umferðar - Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
Bjarki í leik með Völsungi.
Bjarki í leik með Völsungi.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Ég var þokkalega sáttur með spilamennsku mína í leiknum en ég held að nánast hver sem er í liðinu hafi getað hlotið þessa nafnbót. Við héldum við boltanum vel innan liðsins og hentar það mínum styrkleikum vel enda kannski minna að vinna skallabolta," sagði BJarki Baldvinsson við Fótbolta.net í dag.

Bjarki er leikmaður umferðarinnar í 2. deildinni en hann stjórnaði spilinu á miðjunni í 5-0 sigri á Fjarðabyggð á sunnudaginn.

„Við byrjuðum leikinn mjög vel, vorum mikið með boltann á meðan þeir biðu frekar aftarlega. Skorum úr víti á 9. mínútu og skorum svo fjögur mörk á einhverjum 15 mínútum og staðan orðin 5-0 eftir rúman hálftíma."

„Við höfum átt margar góðar rispur í sumar en ætli þetta sé ekki okkar besti leikkafli til þessa en við áttum mjög margar hættulegar sóknir og héldum boltanum vel innan liðsins."


Völsungur vann KV í 6. umferðinni og Húsvíkingar hafa nú náð að tengja saman tvo sigra í röð.

„Það var mjög mikilvægt, eftir þrjá tapleiki á undan þar sem við töpuðum tveim af þeim á síðustu andartökunum þá var þetta gríðarlega mikilvægt til að stimpla okkur aftur inn í þetta."

Mikið fjör hefur verið í leikjum Völsungs í sumar en markatala liðsins er 22-16 eftir sjö umferðir.

„Það er rétt, við erum bæði búnir að skora mörg og fá mörg mörk á okkur í sumar. Við fórum út í seinni hálfleikinn með það að aðalmarkmiði að halda markinu hreinu og það gekk upp en vörnin spilaði gríðarlega vel í öllum leiknum. Nú er vonandi að við náum að fylgja þessu eftir til að klifra ennþá meira upp töfluna."

Annað kvöld kemur Huginn í heimsókn á Húsavík. Stefnir Völsungur ekki á sigur þar til að blanda sér í toppbaráttuna?

„Það verður erfiður leikur gegn Huginn en þeir hafa unnið síðustu tvo leiki líkt og við og eru með jafnmörg stig. Við förum að sjálfsögðu í þann leik til að vinna eins og aðra leiki. Við höfum nú svo sem ekkert rætt það neitt sérstaklega hvort stefnan sé tekin upp, ég held samt að miðað við hvernig þessi deild er að spilast þá sé meirihluti liða sem horfi til þess að fara upp á þessum tímapunkti og við þar á meðal," sagði Bjarki.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
6. umferð - Ragnar Þór Gunnarsson (Tindastóll)
5. umferð - Hjörtur Geir Heimisson (Magni)
4. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
3. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner