Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júní 2017 21:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
EM U21: England fyrsta liðið í undanúrslit
Englendingar fagna einu marki sinna í kvöld
Englendingar fagna einu marki sinna í kvöld
Mynd: Getty Images
U21 árs lið Englands komst í kvöld í undanúrslit á Evrópumóti U21 árs landsliða eftir öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá Póllandi.

Demarai Gray, leikmaður Leicester kom Englendingum yfir strax á 6. mínútu leiksins. Jacob Murphy, leikmaður Norwich tvöfaldaði svo forystuna um miðbik seinni hálfleiks.

Á 82. mínútu braut Jan Bednarek, leikmaður Póllands af sér inn í sínum eigin vítateig og var dæmd vítaspyrna. Fyrir brotið fékk hann gult spjald en skömmu áður hafði hann fengið annað gult spjald og þurfti hann því að yfirgefa völlinn.

Úr vítaspyrnunni skoraði Lewis Baker, leikmaður Chelsea og innsiglaði hann öruggan 3-0 sigur Englands.

Í hinum leik riðilsins vann Slóvakía öruggan sigur á Svíþjóð, 3-0.

England sigraði riðilinn og fer því beint í undanúrslit. Slóvakía endaði í öðru sæti og þarf að bíða eftir að hinum tveimur riðlunum ljúki en eitt lið í öðru sæti kemst í undanúrslitin.

Þessi öruggi sigur Slóvakíu á Svíþjóð kom þeim ansi langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner