fim 22. júní 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FIFA ætlar að refsa tveimur írskum fyrir ummæli um dómara
Fær refsingu.
Fær refsingu.
Mynd: Getty Images
Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Írlands, og kantmaðurinn James McClean munu báðir fá refsingu frá FIFA eftir ummæli sem þeir létu falla um dómara eftir leik gegn Austurríki í undankeppni HM.

Spænski dómarinn David Fernandez Borbalan dæmdi mark af Írum seint í leiknum og þeir írsku vildu nokkrar vítaspyrnur.

Leikurinn, sem fór fram 11. júní, endaði með 1-1 jafntefli.

„Þetta átti að standa, dómarinn átti að leyfa markinu að standa," sagði O'Neill pirraður eftir leikinn.

„Mér fannst þetta kóróna slaka frammistöðu dómarans," sagði hann enn fremur og FIFA ætlar að refsa fyrir.

Tvímenningarnir hafa fram á föstudag til að svara fyrir sig.
Athugasemdir
banner
banner