Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fim 22. júní 2017 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Freysi: Skrýtið ef valið væri ekki erfitt
Freyr Alexandersson á fréttamannafundinum í dag.
Freyr Alexandersson á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins tilkynnti rétt í þessu 23-manna landsliðshópinn sem fer fyrir Íslands hönd á lokakeppni EM 2017 í Hollandi.

„Ég er 100% sáttur við þetta val það er engin spurning. Þetta var erfitt val. Það væri eitthvað skrýtið ef það væri ekki erfitt. Það voru margir fletir sem við þurftum að skoða. Við vitum cirka hvaða lið sé sterkast í dag. Þetta er miklu stærra en það, þú þarft að finna jafnvægið í æfingahópnum, þú þarft að finna hlutverk í hlutum sem þarf að koma liðinu orku innan vallar og utan. Þú þarft að horfa í reynslu og eitthvað sem gefur liðinu extra," sagði Freyr og hélt áfram.

„Þegar við vorum að fara yfir þetta, þá reyndum við að tikka í öll box og ég held að það hafi tekist vel."

Stærstu spurningarmerkin fyrir valið var hvort Harpa Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen yrðu í hópnum. Það kom á daginn að þær voru allar valdar auk þess sem Arna Sif Ásgrímsdóttir varnarmaður Vals er í hópnum en hún var ekki í síðasta landsliðsverkefni.

„Ástæðan fyrir að við veljum Örnu Sif er að okkur vantaði einn hafsent í hópinn til viðbótar þar sem við erum að spila með þrjá miðverði í dag. Hún þekkir kerfið og þekkir umhverfið. Hún er gríðarlega mikill leiðtogi. Hún er sterk innan hóps og gefur allt í æfingar en er líka lífleg í kringum fundi og annað sem hjálpar henni og hjálpar okkur."

„Sandra María er góður leikmaður. Hún er sterk í loftinu og fljót og hún skorar mörk. Hún hefur sýnt gríðarlegan karakter að koma sterk til baka. Ég hef verið heillaður af því."

„Harpa er markaskorari og gríðarlega góður leikmaður fyrst og fremst. Við vitum að alveg stöðuna á henni. Hún er ekki í eins góðu standi og hún var í fyrir 14 mánuðum síðan. En hún er hinsvegar mjög góður leikmaður og getur nýst okkur vel í skorpum innan liðsins. Ég veit að Harpa mun skipta sköpum inn í Evrópumótinu."

Hólmfríður Magnúsdóttir verður síðan í öðru hlutverki en áður hjá landsliðinu en hún ristarbrotnaði í upphafi árs og hefur verið að koma sér hægt og bítandi af stað með KR.

„Hólmfríður er með gríðarlega reynslu og líkamlega yfirburði yfir örugglega alla leikmenn á Íslandi. Okkur vantar vængbakvörð. Hún spilaði 2011 með Philadelphiu í bandarískudeildinni sem vængbakvörður. Við eigum ekki marga þannig leikmenn. Hún hefur reynsluna og hungrið. Síðan tókum við heiðarlegt samtal um að hún væri ekki í lykilhlutverki heldur þyrfti hún að veita öðrum aðhald og vera tilbúin þegar kallið kemur. Hún tekur því hlutverki fagnandi."

Í síðustu viku kom það í ljós að Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins og ein besta knattspyrnukona landsins frá upphafi hafi slitið krossband og missir þar af leiðandi af EM. Hafði það mikil áhrif á það að Harpa var endanlega í lokahópnum?

„Ég hefði að minnsta kosti þurft að skoða það með öðrum vinkli. Ég hef ekki spáð í þessu þannig. Margrét Lára var dottin út og ég var að hugsa þetta á annan hátt. Mögulega hefði ég þurft að velta því fyrir mér," sagði Freyr.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Smelltu hér til að sjá EM hópinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner