Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. júní 2017 21:08
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Inkasso: Fram vann án Ása - Mikilvægur sigur HK
Ásgeir, fyrir miðju skoraði fyrra mark HK í kvöld
Ásgeir, fyrir miðju skoraði fyrra mark HK í kvöld
Mynd: HK
Tveir leikir fóru fram í Inkasso-deildinni í kvöld en þetta voru fyrstu leikir 8. umferðar.

Fram fékk Gróttu í heimsókn en mikið hefur gengið á hjá Frömurum í vikunni þar sem Ásmundur Arnarsson var rekinn sem þjálfari félagsins.

Það kom þó ekki að sök í kvöld því Fram vann Gróttu 1-0 en eina mark leiksins skoraði Dino Gavric.

Með sigrinum komst Fram upp í þriðja sæti deildarinnar en þeir eru nú tveimur stigum á eftir toppliðunum Fylki og Þrótti. Grótta er hins vegar enn í 11. sæti með 5 stig.

Í hinum leiknum mættust HK og ÍR í Kórnum.

Það voru heimamenn í HK sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 16. mínútu en það gerði Ásgeir Marteinsson. Bjarni Gunnarsson tvöfaldaði svo forystu HK undir lok leiksins.

Styrmir Erlendsson, vítaskytta Íslands og leikmaður ÍR fékk svo að líta á rauða spjaldið á 90. mínútu leiksins.

Lokatölur 2-0 og gríðarlega mikilvægur sigur HK staðreynd. Með sigrinum komst HK í 8. sæti deildarinnar með 9 stig en ÍR er í 10. sæti með 7 stig.

Fram 1 - 0 Grótta
1-0 Dino Gavric ('52)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

HK 1 - 0 ÍR
1-0 Ásgeir Marteinsson ('16)
2-0 Bjarni Gunnarsson ('87)
Rautt spjald: Styrmir Erlendsson, ÍR ('90)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner