Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júní 2017 20:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Juventus leysir Dani Alves undan samningi
Dani Alves gæti verið á leið til Englands
Dani Alves gæti verið á leið til Englands
Mynd: Getty Images
Ítölsku meistararnir, Juventus hafa staðfest þær fregnir að hægri bakvörðurinn Dani Alves hafi verið leystur undan samningi en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Alves hafði áður tilkynnt félaginu að hann vildi yfirgefa félagið og varð félagið að ósk hans.

Framkvæmdarstjóri Juventus, Beppe Marotta sagði að Alves hafði viljað prófa eitthvað nýtt og að Juventus hafi reynt að halda Brasilíumanninum hjá félaginu en Marotta óskar Alves þó góðs gengis í framtíðinni.

Alves var aðeins eitt tímabil hjá Juventus og varð hann ítalskur meistari með félaginu, ásamt því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Áður en hann gekk til liðs við Juventus gerði Alves garðinn frægan hjá Barcelona.

Manchester City hefur áhuga á að fá Alves til liðs við félagið en Pep Guardiola, stjóri félagsins vann með Alves hjá Barcelona og þekkir því til hans. Það var einmitt Guardiola sem keypti Alves til Barcelona árið 2008.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner