Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. júní 2017 14:19
Magnús Már Einarsson
Leikmenn fengu að vita af EM valinu á sama tíma
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn fyrir EM í Hollandi.

Hópurinn var tilkynntur á fréttamannafundi en leikmenn sem hafa verið í landsliðinu fengu á sama tíma tilkynningu um það hvort þeir væru i hópnum eða ekki.

Þorvaldur Ingimundarson, starfsmaður KSÍ, sendi þá tölvupóst á leikmenn sem eru í hópnum og á þá átta leikmenn sem eru á biðlista.

Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk tilkynningu fyrr en hún fundaði með Frey í gær.

Harpa er að snúa aftur í landsliðið í fyrsta skipti síðan hún eignaðist sitt annað barn í febrúar síðastliðnum.

Smelltu hér til að sjá EM hópinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner