Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júní 2017 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Liverpool neitar tilboði Watford í Markovic
Liverpool vill fá meira fyrir Markovic
Liverpool vill fá meira fyrir Markovic
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur hafnað 10 milljón punda tilboði Watford í Serbann Lazar Markovic.

Markovic gekk til liðs við Liverpool árið 2014 frá Benfica en hefur ekki tekist að sanna sig . Hann hefur aðeins leikið 19 leiki fyrir aðallið félagsins og hefur verið lánaður hingað og þangað síðustu tímabil.

Á síðasta tímabili lék hann með Hull í ensku úrvalsdeildinni og lék hann 12 leiki og skoraði 2 mörk. Þar lék hann undir stjórn Marco Silva en hann tók einmitt við Watford í sumar.

Tilboð Watford hljóðaði uppá 8 milljónir punda plús 2 milljónir í bónusa en því var neitað. Liverpool borgaði 20 milljónir punda fyrir leikmanninn og er talið að þeir vilji fá sem mest af þeim pening til baka.

Silva hefur leikið 22 landsleiki fyrir Serbíu en hann spilar á kantinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner