Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. júní 2017 09:15
Magnús Már Einarsson
Miðasala á Man City - West Ham á Laugardalsvelli hefst í dag
Manchester City og West Ham mætast á Íslandi.
Manchester City og West Ham mætast á Íslandi.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Í hádeginu í dag hefst miðasala á æfingaleik Manchester City og West Ham sem fer fram á Laugardalsvelli föstudaginn 4. ágúst klukkan 14:00.

Miðasalan fer fram á midi.is. Stefnt er að því að setja áhorfendamet á leiknum.

Fréttatilkynning
Á hádegi í dag hefst tilraun til þess að setja nýtt áhorfendamet á Laugardalsvelli. Núverandi met er 20.200 seldir miðar, en það var sett á æfingaleik Íslands og Ítalíu árið 2004.

Uppsetning vallarins er tilbúin til að slá það met. Með því að bæta við sætum og nota gömlu stæðin er mögulegt nýtt met 20.775.

„Þetta verkefni væri ekki mögulegt án þess að stækka við völlinn. Við hugsum ávallt út fyrir kassann hvernig við getum mögulega fært stuðningsmönnum einstaka upplifun. Þetta verður frábært, ímyndið ykkur ef eitthvað lið myndi tvöfalda stærð heimavallar síns. Þetta gæti jafnvel orðið Evrópumet í stækkun vallar. Við erum að gera það ómögulega mögulegt, líkt og Ísland gerði á EM í fyrra.” // Viðburðarstjórnandihjá Sport &Event, EbrahimBojang.

„Reglur UEFA leyfa okkur ekki að hafa bráðabirgðastúkur á alþjóðlegum landsleikjum. Þar sem við erum vön því að selja upp miða á nokkrum mínútum þurfum við fljótlega að stækka völlinn. Þetta er tækifæri til að bjóða upp á frábæran leik og okkar frábæru stuðningsmenn.” // Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Bráðabirgðastúkurnareru breytilegar og við munum geta hagað fjölda sæta eftir miðasölu. Í fyrsta hluta miðasölunnar munum við opna fyrir sölu á öllum miðum nema í bráðabirgðastúkurnar. Þegar þeir miðar seljast upp munum við hefja sölu á miðum fyrir standandi hluta vallarins.

Miðaverð á leikinn er í samræmi við stærð hans og er á bilinu 5.899 – 16.899 krónur. Stórlið spila leiki sína á völlum sem taka við vel yfir 40.000 manns hverju sinni. Til að ganga úr skugga um að verkefnið gangi vel er hver miði og stuðningsaðili mikilvægur. Í samstarfi við liðin, stuðningsaðila og starfsfólk munum við bjóða upp á afþreyingu fyrir stuðningsmenn áður en leikur hefst.

„Við erum handvissir um að knattspyrna á Íslandi sé jafn vinsæl og stórtónleikar, hátíðir o.þ.h. þar sem aðgöngumiði kostar vel yfir 20.000 krónur á mann. Við erum því sannfærð um að íþróttaviðburðir eigi að vera jafn mikils virði, ef ekki meira.” //viðburðarstjórnandi hjá Sport &Event, EbrahimBojang.

„Menningarheiminum á Íslandi hefur tekist að þróa vöru sína vel á síðustu árum og við teljum að það sé pláss fyrir nýja, áhugaverða íþróttaviðburði á íslenska markaðnum. SuperMatch í Reykjavík hefur þann möguleika að verða stærsti íþróttaviðburður í sögu Íslands.” //midi.is
ViðburðarstjórnandiSuperMatch er Sport &Event í Svíþjóð. Fyrirtækið hefur haldið sex vel heppnaða leiki í Svíþjóð og Finnlandi síðan árið 2012.

KSÍ leigir Laugardalsvöll undir leikinn ásamt sínu starfsfólki og fær með því góðan styrk inn í íslenska knattspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner