Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. júní 2017 16:39
Magnús Már Einarsson
Mörg félög hafa áhuga á Sverri Inga
Mynd: Getty Images
Mörg félög hafa áhuga á að fá íslenska landsliðsmanninn Sverri Inga Ingason í sínar raðir samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Spænska félagið Granada keypti Sverri frá Lokeren í janúar. Sverrir lék í vörn Granada síðari hluta tímabils á Spáni en liðið féll úr úrvalsdeildinni þar í vor.

Mörg félög hafa nú áhuga á að fá Sverri til liðs við sig í kjölfarið en Granada vill einnig halda honum fyrir keppni í B-deildinni á Spáni á næsta tímabili.

Sverrir er 23 ára gamall en hann er uppalinn hjá Breiðabliki. Hann lék eitt ár með Viking í Noregi áður en hann fór til Lokeren árið 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner