Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. júní 2017 19:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
PSG gerir mettilboð í Mbappe
Mbappe verður einn eftirsóttasti leikmaðurinn í sumar
Mbappe verður einn eftirsóttasti leikmaðurinn í sumar
Mynd: Getty Images
Franska stórliðið Paris Saint-German hefur bæst við í kapphlaupið um hinn unga og efnilega Kylian Mbappe en samkvæmt heimildum Goal hefur félagið gert mettilboð í leikmanninn sem hljóðar upp á 135 milljónir evra.

Mbappe sem er 18 ára gamall framherji frönsku meistaranna Monaco var frábær á síðasta tímabili og skoraði 26 mörk á tímabilinu í 44 leikjum.

Mörg af stærstu liðum Evrópu hafa áhuga á franska landsliðsmanninum en þar fara Arsenal og Real Madrid fremst í flokki.

Upprunalega var PSG ekki eitt af liðunum sem voru á eftir Mbappe en eftir að Antero Henrique tók við sem íþróttastjóri félagsins fyrr í mánuðinum hefur forgangsröðunin breyst hjá félaginu. Henrique hefur meira að segja hitt föður Mbappe tvisvar sinnum.

Mbappe er fæddur í Parísborg og gæti það haft töluverð áhrif en hann hefur áður sagt að draumur hans er að spila fyrir Real Madrid í framtíðinni. Þrátt fyrir það gæti hann haldið áfram hjá Monaco, félaginu sem gaf honum tækifæri.

Mbappe á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Monaco og talið er að hann muni taka ákvörðun um framtíð sína þegar hann snýr aftur í fríi sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner