Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. júní 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sjokkerandi að félag eins og Man Utd sé ekki með kvennalið"
Mynd: Getty Images
Rachel Finnis-Brown er fyrrum landsliðsmarkvörður Englands.
Rachel Finnis-Brown er fyrrum landsliðsmarkvörður Englands.
Mynd: Getty Images
Man City er með eitt besta lið heims.
Man City er með eitt besta lið heims.
Mynd: Getty Images
Rashford kemur fyrir.
Rashford kemur fyrir.
Mynd: Getty Images
Rachel Brown-Finnis, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, skrifaði mjög áhugaverðan pistil hjá BBC í gær.

Þar furðar hún sig á því af hverju Manchester United, þetta risastóra knattspyrnufélag, er ekki með kvennalið.

„Það er sjokkerandi að árið 2017 að félag á stærð við Manchester United sé ekki með kvennalið, og það sem er verra er að þeir útskýra stöðu sína ekki frekar," svona hefst þessi fróðlegi pistill.

„Líttu í kringum heiminn og þá sérðu að öll stærstu fótboltafélög heims eru líka með kvennalið, eða hafa plön fyrir því. Tvö þeirra stærstu, liðin sem mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, Real Madrid og Juventus, eru bæði að fara að setja upp kvennalið."

Brown-Finnis ræðir um furðu sína á að Man Utd sé ekki með kvennalið, sérstaklega í ljósi þess að nágrannarnir í Manchester City eru með eitt besta kvennalið heims. Carli Lloyd, ein besta knattspyrnukona heims, hefur til að mynda leikið með Man City undanfarnar vikur.

Hún bendir á að Southampton er eina liðið sem spilar í ensku úrvalsdeildinni sem á ekki kvennalið, ásamt Man Utd. Southampton er hins vegar að byrja með U-21 árs lið sem mun gefa ungum stelpum tækifæri, en það er eittthvað sem er ekki til staðar hjá United og er ekki í plönunum sem stendur.

„United er að missa af auðveldri leið til að styrkja tengslin við þennan risastóra stuðningsmannahóp sinn sem eru konur, í Manchester og annars staðar, og að stuðla að mikilvægi kvenna hjá félaginu."

„Kvennalið myndi gera allt þetta fyrir Man Utd. Leikurinn vex hratt og önnur félög trúa því að þetta sé góð auglýsing, sem kostar lítið."

„ Af hverju hugsar United öðruvísi," spyr hún.

„Þetta er í skoðun"

Þegar BBC hafði samband við Manchester United á dögunum og spurðist fyrir um kvennalið hjá félaginu voru svörin óskýr.

„Þetta mál er í skoðun," var svarið sem BBC fékk.

Miðað við þetta svar má halda að þetta sé eitthvað sem verið sé að íhuga hjá Man Utd, en pistlahöfundurinn, Brown-Finnis, gefur lítið fyrir þetta svar. Hún segir þetta hafa verið svona síðan árið 2013, síðan þá hafi alltaf sama svarið fengist.

BBC vildi fá viðtal, en beiðni þeirra var hafnað af United.

Af hverju er Man Utd ekki með kvennalið?

United var með kvennalið til ársins 2005, en þá ákváðu Glazer-feðgar, eigendur félagsins, að leggja það niður. Það var ekki í viðskiptaáætlununum hjá þeim að hafa kvennalið.

„Þetta var fyrir 12 árum og nú eru breyttir tímar. Það eru miklu fleiri möguleikar í spilinu, sérstaklega þegar kemur að viðskiptum."

„Þannig að ef United tók þessa ákvörðun eingöngu af viðskiptalegum ástæðum og ef þeir hafa enn sömu skoðun og þegar þeir lögðu niður kvennaliðið, þá eru þeir út algjörlega út úr kú."

Brown-Finnis telur að það sé kannski einhver hræðsla hjá stjórnarmönnum Man Utd við að stofna kvennalið, að liðið gæti þá endað fyrir neðan Man City, líkt og karlaliðið hefur verið að gera.

„Karlalið Man City hefur endað fyrir ofan United síðustu fjögur tímabilin - gætu stjórnarmenn United verið hræddir, að ef þeir væru með kvennalið, að lenda líka í skugganum á City?"

Stelpuliðin eru ekki hluti af United-fjölskyldunni

Sem stendur þá er United með stelpulið, upp í 16 ára og yngri. Þessi lið hafa náð góðum árangri, en eru ekki rekin af félaginu sjálfu, eins og strákaliðin. Manchester United-sjóðurinn (e. Manchester United Foundation) sér um reka þessi lið.

„Þegar ég tala við foreldra stelpna sem spila fyrir þessi lið, þá segja sumir að þeim líði ekki eins og þau séu hluti af United-fjölskyldunni. Ég get skilið af hverju," segir Rachel.

Stelpur í United hafa sama draum og Marcus Rashford

„Auk þess að missa af fjárhagslegu tækifæri með því að hafa ekki kvennalið, þá er þetta líka mannlegt tjón."

„Stelpurnar í hverfinu geta ekki farið neitt þegar þær verða eldri en 16 ára," segir Brown-Finnis, sem lék á ferli sínum með Liverpool, Everton og Arsenal, auk þess sem hún lék nokkra leiki með ÍBV árið 2003.

„Þær hafa sama draum og leikmenn eins og Marcus Rashford, sem er sóknarmaður Man Utd, að spila sem atvinnumann fyrir liðið sitt, sem þær hafa stutt frá því þær voru börn."

„Stelpur geta nú gert það að atvinnu sinni að spila fótbolta, en ólíkt Rashford, þá geta stelpur það ekki hjá United."

Hvernig getur þetta breyst?

„Það getur enginn neytt Man Utd að stofna kvennalið, allvega ekki ennþá," segir þessi fyrrum markvörður.

„En þetta væri öðruvísi ef það væri regla fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni að hafa kvennalið, ef þau ætluðu sér að fá leyfi til að vera í ensku úrvalsdeildinni, að þau þyrftu þá að hafa kvennalið."

„Mér finnst það sanngjarnt."

„Eitthvað verður að breytast," sagði hún að lokum.

Lestu pistilinn með því að smella hér
Athugasemdir
banner
banner
banner