Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júní 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Thaisa ekki með Grindavík fyrr en eftir EM hléið
Thaisa Moreno.
Thaisa Moreno.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Brasilíska landsliðskonan Thaisa Moreno hefur misst af síðustu sex leikjum Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna vegna meiðsla. Thaisa meiddist í byrjun móts og nú er ljóst að hún verður ekki klár fyrr en í ágúst.

„Hún kemur til baka í ágúst. Það voru smá læknamistök og rangar upplýsingar frá læknum og hún fór að æfa á fullu, á meiðslum sem hún átti ekki að stíga í fótinn. Það seinkaði henni um mánuð," sagði Róbert Haraldsson þjálfari Grindavíkur eftir 5-0 tapið gegn Breiðabliki í fyrradag.

Thaisa átti að vera í brasilíska landsliðinu gegn Íslandi á dögunum en meiðsli komu í veg fyrir þátttöku hennar þar.

Ljóst er að Thaisa verður ekki með Grindavík í næstu tveimur umferðum þar sem liðið mætir Fylki og Haukum í mikilvægum leikjum í fallbaráttunni.

Í kjölfarið verður hlé í Pepsi-deild kvenna til 9. ágúst vegna þátttöku Íslands á EM.
Róbert: Gerum stóran rauðan kross á fyrri umferðina
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner