banner
   fös 22. júní 2018 12:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allt í rúst hjá Argentínu - Leikmenn vilja að Sampaoli fjúki
Það er ekki góður blær yfir argentíska liðinu.
Það er ekki góður blær yfir argentíska liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mun Sampaoli stýra Argentínu gegn Nígeríu?
Mun Sampaoli stýra Argentínu gegn Nígeríu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Messi er sagður ætla að hætta eftir HM.
Messi er sagður ætla að hætta eftir HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Argentína tapaði 3-0 fyrir Króatíu á HM í gær. Tapið er án efa eitt það vandræðalegasta í sögu fótboltans í Argentínu og auðvitað er fólk ósátt við stöðu mála hjá landsliðinu.

Argentíska liðið gerði jafntefli við Ísland í fyrsta leik og möguleikarnir á því að fara upp úr riðlinum á HM eru ekki sérstaklega miklir. Eftir leik Íslands og Nígeríu í dag kemur betur í ljóst hvernig möguleikar Argentínu verða fyrir lokaumferðina.

Fullt hrós verður að fara til Króata, þeir voru frábærir í gær.

Vilja Sampaoli burt núna
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, var auðvitað harðlega gagnrýndur eftir leikinn, en eftir hann tók hann alla ábyrgð.

„Ég er sá eini sem ber ábyrgð á ákvarðanatökum. Í dag er tapið mér að kenna. Ég fór inn með fullt af væntingum og ég er í sárum yfir tapinu. Ég las leikinn alveg klárlega ekki eins og ég hefði átt að gera," sagði Sampaoli og neitaði að kenna markverðinum Willy Caballero eitthvað um. Caballero gerði hörmuleg mistök sem kostuðu Argentínu fyrsta mark leiksins.

Nú er kreiki orðrómur um að Sampaoli verði jafnvel rekinn fyrir lokaleik Argentínu í riðlinum. Fjölmiðlar vilja meina að leikmenn hafi haldið fund eftir leikinn við Króatíu þar sem þess var krafist að Sampaoli yrði látinn fjúka.


Þetta yrði mjög athyglisvert enda er það ekki á hverju stórmóti þar sem þjálfari er látinn fara á meðan liðið á enn möguleika.

Messi og félagar eru sagðir vilja fá Jorge Burruchaga til að stýra liðinu í lokaleik riðilsins sem er við Nígeríu. Burruchaga skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum þegar Argentína vann HM 1986.

Það gæti kostað argentíska knattspyrnusambandið mikið að reka Sampaoli en það er kannski ákvörðun sem verður að taka. Leikmenn virðast ekki sáttir með hans störf.

Hreingerning eftir HM?
Einnig er orðrómur á kreiki um að sjö leikmenn muni hætta með Argentínu ef liðið fellur út í riðlakeppninni.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Marcos Rojo, Ever Banega, Sergio Aguero, Angel Di Maria, Javier Mascherano, Gonzalo Higuain og Lionel Messi.

Það er blaðamaðurinn Hernan Castillo sem greinir frá þessu, en það verður spennandi að fylgjast með Argentínu á næstu dögum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner