fös 22. júní 2018 14:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Eldjárn tók mjög misheppnað víkingaklapp í breskum grínþætti
Icelandair
Ari fór á kostum í breskum grínþætti.
Ari fór á kostum í breskum grínþætti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grínistinn vinsæli Ari Eldjárn kom fram í breska grínþættinum Mock the Week á sjónvarpsstöðinni BBC Two í gærkvöld. Óhætt er að segja að Ari hafi farið á kostum í þættinum.

Ísland, Heimsmeistaramótið og auðvitað víkingaklappið komu við sögu í þættinum. Einnig tók Ari það fram að landsliðsþjálfarinn okkar væri tannlæknir og markvörðurinn sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi væri leikstjóri.

Ari var fenginn til þess að taka víkingaklappið með áhorfendum. Fyrsta tilraun var mjög misheppnuð en í annarri tilraun gekk aðeins betur. Útkomuna má sjá hér en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á efnisveitunni Youtube.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner