Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
   fös 22. júní 2018 10:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Eggert Magnússon: Ég hafði alltaf trú á að við kæmumst á HM
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert reiknar með að Gylfi skori í dag.
Eggert reiknar með að Gylfi skori í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson fréttamaður Fótbolta.net spjallaði við Eggert Magnússon, fyrrum formann KSÍ í Volgograd sem er að sjálfsögðu í Rússlandi og ætlar sér að horfa á stórleik Íslands og Nígeríu sem fram fer klukkan 15:00 í dag.

Nei ég læt mig sko ekki vanta því að allan þann tíma sem ég var formaður KSÍ sem var nú ansi mörg ár þá vaknaði maður á hverjum morgni með þennan draum að við myndum komast fyrr eða síðar á úrslit í HM og þetta var náttúrulega drifkrafturinn í starfinu hjá okkur öllum," sagði Eggert.

Eggert hefur alltaf haft trú á því að Íslenska landsliðinu tækist að komast á HM. Að sama skapi var hann ekki hissa á úrslitum gærdagsins þegar Króatía flengdi Argentínu.

Ég hafði alltaf trú á þessu, alltaf. Bara spurning um að hlutirnir sem við vorum að gera í KSÍ væru réttir og við værum að búa til mannvirki og annað sem myndi hægt og sígandi leiða þetta af sér," sagði Eggert.

Það kom mér nú ekkert á óvart sá leikur reyndar eftir okkar leik við Argentínu. Þeir eru rosalega brothættir Argentína, eru með flotta leikmenn og maður hugsar með sér eins og á okkar leik þegar stutt er eftir þá kemur einhver besti framherji Evrópu, Higuaín inná. Við myndum gjarnan vilja hafa hann í okkar liði frá byrjun, en það er eitthvað að í karakternum og liðsheildinni hjá Argentínu."

Króatía er með flott lið, baráttulið sem berst virkilega fyrir sitt land og þjóð. ég hef nú oft verið í króatíu og það er mikil þjóðerniskennd þar þannig að það kemur mér ekki á óvart að þeir unnu í dag. hvað okkur varðar held ég að skipti nú eiginlega engu máli hvernig þau úrslit voru í gær. þetta fer allt eftir hvernig þessi leikur fer. Síðasti leikur gegn Króatíu, það væri gott að geta farið þangað með stórmeistarajafntefli í huga."

Að lokum bjóst Eggert við erfiðum leik en reiknar með sigri okkar manna í dag.

Þetta verður náttúrulega mjög erfitt í dag, heitt hérna og það maður myndi kannski segja að það passi Nígeríumönnum vel. Það má ekki gleyma þvi að allir þessir gaurar í nígeríska landsliðinu spila í Evrópu þannig að þeir eru orðnir vanir okkar aðstæðum líka. Ég held að þetta sé bara spurning um að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn og taka þá á discipline og liðsheild. það er náttúrulega það sem okkar leikur snýst um," sagði Eggert.

Þá reiknaði Eggert að sjálfsögðu með sigri okkar manna, 2-1 þar sem Gylfi og Alfreð séu líklegir markaskorarar. Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner