Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. júní 2018 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti stórmótsleikurinn sem Ísland skorar ekki í
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir Íslendingar eru svekktir þessa stundina eftir tap gegn Nígeríu á HM í Rússlandi í dag. Leikurinn endaði 2-0 fyrir Nígeríu í Volgograd.

Þetta var sjöundi leikur Íslands á stórmóti. Spáið í því, sjöundi leikurinn sem okkar fámenna þjóð spilar á stórmóti í fótbolta.

Ísland spilaði fimm leiki á EM og tapaði þar aðeins einum leik, gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum.

Ísland skoraði í öllum sínum leikjum á EM og skoraði í fyrsta leik á HM, í 1-1 jafntefli. Í dag skoraði Ísland hins vegar ekki og er þetta í fyrsta sinn á stórmóti sem Ísland skorar ekki.

Það verður að teljast magnaður árangur. Að fara í gegnum fyrstu sex leikina á stórmóti og skora í þeim öllum Ísland komst nálægt því að skora í leiknum og brenndi Gylfi Þór Sigurðsson m.a. af vítapunktinum.

En þannig fór um sjóferð þá, næsti leikur er Króatía á þriðjudaginn.

Sjá einnig:
Það þarf mikið að detta með okkur í lokaumferðinni
Athugasemdir
banner
banner
banner