fös 22. júní 2018 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Var massaður Shaqiri að skjóta Sviss áfram?
Mitrovic kom Serbíu yfir en Xhaka jafnaði.
Mitrovic kom Serbíu yfir en Xhaka jafnaði.
Mynd: Getty Images
Shaqiri skoraði sigurmark Sviss og reif sig úr að ofan í fagnaðarlátunum.
Shaqiri skoraði sigurmark Sviss og reif sig úr að ofan í fagnaðarlátunum.
Mynd: Getty Images
Serbía 1 - 2 Sviss
1-0 Aleksandar Mitrovic ('5 )
1-1 Granit Xhaka ('52 )
1-2 Xherdan Shaqiri ('90 )

Sviss er með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina í E-riðli Heimsmeistaramótsins í Rússlandi eftir sigur á Serbíu í kvöld. Það var dramatík í Kalíníngrad.

Shaqiri braut hjörtu Serba
Aleksandar Mitrovic kom Serbum yfir með hörkuskalla strax á fimmtu mínútu. Serbar unnu fyrsta leik sinn á mótinu og með sigri hefði liðið verið að tryggja sig áfram.

Staðan var 1-0 í hálfleik, Svisslendingarnir voru ekki góðir í fyrri hálfleiknum. Á 52. mínútu jafnaði miðjumaðurinn Granit Xhaka með frábæru skoti. Komist var fyrir skot Xherdan Shaqiri en félagi hans Xhaka mætti og kláraði frábærlega, 1-1.

Leikurinn virtist ætla að fjara út en Shaqiri vildi ekky leyfa því að gerast. Hann skoraði sigurmark Sviss í uppbótartíma. Shaqiri fagnaði með því að rífa sig úr að ofan, einn massaður maður sem hann er.


Hvað þýða þessi úrslit?
Sviss er með fjögur stig og Serbía þrjú. Sviss mætir Kosta Ríka, sem er nú þegar úr leik í lokaumferðinni, á meðan Serbía spilar við Brasilíu. Shaqiri gæti hafa verið að tryggja Sviss áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner