banner
   fös 22. júní 2018 16:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland fékk víti - Myndbandsdómgæsla notuð
Gylfi klúðraði
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fékk rétt í þessu dauðafæri til þess að minnka muninn gegn Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Staðan er 2-0, Ahmed Musa er búinn að skora bæði mörk Nígeríu. Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu frá Rússlandi

Ísland fékk eins segir hér að ofan dauðafæri til að minnka muninn núna. Matthew Conger, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu eftir að Alfreð Finnbogason féll í teignum. Hann ætlaði í fyrstu ekki að dæma en leit á myndband og dæmdi þá.

Gylfi Þór Sigurðsson steig á punktinn en brágst bogalistinn, hann skaut yfir.

Gylfi er venjulega mjög öruggur á vítapunktinum en að þessu sinni mistókst honum ætlunarverk sitt. Afar svekkjandi og Ísland virðist ætla að tapa þessum leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner