Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. júní 2018 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: RÚV 
Ragnar var ringlaður og sá óskýrt eftir höfuðhöggið
Icelandair
Ragnar ákvað að skipta á 65. mínútu.
Ragnar ákvað að skipta á 65. mínútu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn, Ragnar Sigurðsson þurfti að fara af velli á á 65. mínútu í leik Íslands og Nígeríu vegna höfuðáverka sem hann fékk í upphafi seinni hálfleiks.

Nígeríumaðurinn, Ahmed Musa sparkaði í höfuð Ragnars í þann mund sem hann kom Nígeríu yfir í leiknum 1-0. Ragnar lá blóðugur eftir, en hélt áfram að spila.

Á 65. mínútu gat Ragnar ekki haldið áfram og bað hann þá dómara leiksins, Matthew Conger, að stöðva leikinn fékk hann skiptingu. Inn á fyrir Ragnar kom varnarmaðurinn og liðsfélagi hans í Rostov, Sverrir Ingi Ingason.

„Eftir skotið hjá honum fer hné eða takki í hausinn á mér," sagði Ragnar í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Svo varð ég ringlaður og sá óskýrt. Við erum með tvo góða miðverði og það var betra að skipta."

Um leikinn sjálfann segir Ragnar:

„Mér fannst við alveg vera með þá í fyrri hálfleik og áttum góðan möguleika að skora. Svo ná þeir þessu marki og þá þeir byr undir báða vængi og taka yfir leikinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner