fös 22. júní 2018 11:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Rússar sprauta vanillu í Volgograd til að verjast flugu
Icelandair
Völlurinn í Volgograd er glæsilegur.
Völlurinn í Volgograd er glæsilegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rússnesk yfirvöld hafa gefið út að þeir séu að sprauta svæði fyrir utan leikvanginn í Volgograd með einhverskonar vanilludropum eða þykkni til þess að koma í veg fyrir að flugur skemmi leiki sem fram fara á svæðinu.

Leikmenn Englands og Túnis sáust ítrekað verjast ágangi flugnanna í leik liðanna síðastliðinn mánudag. Leikmenn þökktu sig í flugnaspreyji fyrir leik og í hálfleik en það virtist ekki breyta miklu.

Rússnesk yfirvöld sögðu á fimmtudaginna ð þau vonuðust til þess að með því að bera vanilluna á tré og annað í kringum völlinn myndi það hjálpa til við að halda flugunni fjarri.

Fréttamaður Reuters hefur þó tekið fram að það virðist vera mun minna um flugu á svæðinu í dag en síðastliðinn mánudag. Það veitir á gott fyrir leiki Íslands í kvöld og vonandi verður fluguvargurinn ekki vandamál fyrir strákana okkar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner