Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 22. júní 2018 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skelfilegur seinni hálfleikur varð Íslandi að falli gegn Nígeríu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Musa skoraði bæði mörk Nígeríu.
Musa skoraði bæði mörk Nígeríu.
Mynd: Getty Images
Ísland 0 - 2 Nígería
0-1 Ahmed Musa ('49 )
0-2 Ahmed Musa ('75 )
Lestu nánar um leikinn

Íslenska landsliðið átti því miður ekki sinn besta dag þegar liðið mætti Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram í Volgograd í miklum hita.

Fyrri hálfleikur ágætur, sá seinni var það ekki
Fyrri hálfleikurinn hjá íslenska liðinu var ágætur. Þó Nígeríumenn voru meira með boltann þá vorum við líklegri til að skora mark. Það var þó ekkert skorað í fyrri hálfleiknum.

Sjá einnig:
Nígería fyrsta liðið sem á ekki skot í fyrri hálfleik

Seinni hálfleikurinn byrjaði hins vegar hræðilega fyrir íslenska liðið og var Ahmed Musa búinn að koma Nígeríumönnum yfir á 52. mínútu. „NEEEIIII!!!! Andskotinn. Nígería skorar úr skyndisókn. Victor Moses með fyrirgjöf. Musa tekur frábærlega á móti boltanum og klárar með þrumuskoti. Þetta var rosalegt mark," sagði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net þegar Nígería komst yfir.

Ekki batnaði leikurinn eftir markið hjá Musa. Nígeríumenn urðu einungis kraftmeiri eftir markið, allur vindur var úr Íslendingum. Ahmed Musa bætti við öðru marki sínu á 75. mínútu, 2-0. Ísland fékk tækifæri til að minnka muninn úr vítaspyrnu á 83. mínútu en Gylfi Þór Sigurðsson klúðraði. Ekki gerðist mikið meira markvert.


Hvað gerist næst?
Afar svekkjandi tap en næsti leikur er á móti þjóð sem við þekkjum afar vel, Króatíu. Við þurfum að vinna þann leik til þess að eiga einhvern möguleika á að fara áfram, ekkert annað en sigur mun duga okkur í lokaleiknum.

Leikurinn við Króatíu er á þriðjudaginn en þann sama dag mætast Nígería og Argentína. Nígería má ekki vinna þann leik.


Athugasemdir
banner
banner