Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. júní 2018 17:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það þarf mikið að detta með okkur í lokaumferðinni
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Króatíu í lokaumferðinni.
Ísland mætir Króatíu í lokaumferðinni.
Mynd: Getty Images
Það er enn allt opið í D-riðli þrátt fyrir 2-0 sigur Nígeríu á Íslandi á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í dag.

Króatía er eina liðið sem er öruggt áfram eftir 3-0 sigur á Argentínu í gær, en Nígería, Ísland og Argentína munu berjast um hinn farseðilinn í 16-liða úrslit.

Nígería er með þrjú stig og Ísland og Argentína eru með eitt stig.

Markatalan skiptir miklu máli
Markatala mun skera úr um það hvaða lið fara áfram í 16-liða úrslit á HM ef tvö eða fleiri lið enda jöfn að stigum í riðlakeppninni. Ágætis líkur eru á því að tvö lið muni enda með fjögur stig í D-riðlinum.

Eins og staðan er núna er Nígería með þrjú stig og 2:2 í markatölu, Ísland er með eitt stig og 1:3 í markatölu og Argentína er líka með eitt stig en með markatöluna 1:4.

Þannig að það eina sem Ísland getur gert er að vinna Króatíu og treysta á að Nígería vinni ekki Argentínu og að ef Argentína vinnur, að það verði ekki of stór sigur. Ef leikur Nígeríu og Argentínu endar í jafntefli þá verður Ísland að vinna að minnsta kosti með tveggja marka mun gegn Króatíu. Ljóst að þessi lokaumferð verður spennandi, en það er spurning hvort vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson klúðraði áðan muni skipta sköpum, það gæti gert það.

Ef markatalan er sú sama
Hvað ef lokaumferðin verður fáránlega spennandi og allt jafnt? Ef markatalan er alveg sú sama er farið eftir mörkum skoruðum og eftir það, innbyrðis viðureignum.

Ef allt er jafnt í innbyrðis viðureignum er farið eftir háttvísistigum en þar er farið eftir því hvaða lið fá færri gul og rauð spjöld.

Ef ennþá er jafnt þar þá mun FIFA draga um það hvaða lið fer áfram!

Hér að neðan er staðan í riðlinum. Það getur tekið tíma fyrir töfluna að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner