Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
„Djuric is back"
Rúnar Kristins: Lífsnauðsynlegur sigur
Arnar Gunnlaugs eftir stórsigur: Finnst eins og sumarið sé að byrja
Davíð Smári: Alveg sorglega léleg blaðamennska
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
   lau 22. júní 2024 23:03
Haraldur Örn Haraldsson
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Axel Óskar Andrésson leikmaður KR var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði jafntefli við Víking 1-1 á Víkingsvelli.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Bara flott stig á örugglega erfiðasta útivelli landsins. Flott bara að ná fínni frammistöðu saman, strákarnir. Ég veit við vorum að verjast mikið og þetta var kannski ekki skemmtilegasti leikurinn fyrir fremstu menn. En flott að fá stig og margt sem við getum byggt ofan á."

KR var lítið með boltan í leiknum og vörðust mikið. Það heppnaðist þó vel og er mögulega eitthvað sem hentar þeim.

„Að sjálfsögðu finnst mér gaman að verja boxið og bara verjast yfir höfuð, og hafa kannski völlinn aðeins meira fyrir framan mig, að sjálfsögðu. En ég hef líka rosa gaman af því að spila fótbolta og kannski hafa boltan aðeins meira en þetta í dag. Við erum bara núna á punkti þar sem við þurfum að byrja að safna stigum, og mér fannst þetta bara flott leið til að gera það í dag. Að sækja stig á erfiðasta vellinum, að fara aðeins neðar og einmitt kannski nýta mína styrkleika aðeins meira hér í dag."

Gregg Ryder er ný farinn frá félaginu og Pálmi Rafn Pálmason sem var aðstoðarþjálfari hans, tekinn við tímabundið. Það er stutt síðan það gerðist og því erfitt að segja hvort það sé hægt að sjá mikinn mun.

„Þeir eru báðir bara ógeðslega góðir þjálfarar, og þrátt fyrir léleg úrslit hjá okkur með Gregg þá sé ég rosa eftir honum. Mér finnst hann frábær maður og hann er góður þjálfari með góðar pælingar. En því miður er fótboltinn bara ógeðslega 'cruel' stundum. Pálmi er náttúrulega bara herra KR þannig það er auðvelt að hlusta á hann. Þegar hann opnar á sér munninn þá hlusta allir og hann er geggjaður. En að sjálfsögðu á tveimur dögum er ekki hægt að sjá mikinn mun, maður þarf aðeins meiri tíma en það."

Fjölmiðlar hafa gagnrýnt Gregg Ryder töluvert en það er greinilegt miðað við hvernig Axel talar um hann að honum líkaði allavega að hafa hann sem þjálfara.

„Ég las nú eiginlega ekkert, að sjálfsögðu sá maður einhverjar fyrirsagnir. En það er greinilegt að KR er stór klúbbur út af því að þetta er það eina sem er búið að vera í fréttunum. Ósanngjörn? Ég veit það ekki, KR á að sækja stig og við erum ekki búnir að vera gera það, sem er sorglegt. En núna er bara litið fram á vegin."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner