Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   lau 22. júní 2024 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Framtíðarstjarna Tottenham fer til Westerlo á láni
Mynd: Getty Images
Króatíski táningurinn Luka Vuskovic er búinn að gera samning við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur en má ekki ganga til liðs við félagið fyrr en hann hefur náð 18 ára aldri.

Vuskovic er 17 ára gamall og nær ekki lögaldri fyrr en eftir tæpt ár, í febrúar. Hann þykir gríðarlega efnilegur og hafa mörg af stærstu félögum Evrópu sýnt honum áhuga.

Hann er leikmaður Hajduk Split en Tottenham vill gefa honum meiri spiltíma áður en hann gengur í raðir félagsins.

Eftir samræður við Hajduk hefur verið ákveðið að Vuskovic mun vera lánaður til Westerlo í Belgíu. Þar getur hann fengið spiltíma í góðri deild.

Lánssamningurinn ætti að vera tilkynntur um eða eftir helgi.

   25.09.2023 17:53
Bráðefnilegur Vuskovic til Tottenham (Staðfest)

Athugasemdir
banner
banner
banner