Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
„Djuric is back"
Rúnar Kristins: Lífsnauðsynlegur sigur
Arnar Gunnlaugs eftir stórsigur: Finnst eins og sumarið sé að byrja
Davíð Smári: Alveg sorglega léleg blaðamennska
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
   lau 22. júní 2024 19:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Lengjudeildin
Ekki sáttur með hugarfar sinna manna.
Ekki sáttur með hugarfar sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér fannst ekki nógu margir í Þórsliðinu í dag sem vildu fá þrjú stig'
'Mér fannst ekki nógu margir í Þórsliðinu í dag sem vildu fá þrjú stig'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
'Ég er kannski búinn að vera aðeins of linur við þá'
'Ég er kannski búinn að vera aðeins of linur við þá'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er reiður yfir úrslitunum og að mörgu leyti frammistöðunni. (Það vantaði upp á) mest allt held ég bara," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Leikni í dag og svaraði neitandi aðspurður hvort það væri eitthvað sem hann væri glaður með.

Þór tapaði 1-2 á heimavelli gegn Leikni í dag og er nú með jafnmörg stig og botnlið deildarinnar; sex stig eftir sjö umferðir. Það er langt frá því sem Þór ætlaði sér í sumar, stefnan var sett upp.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Leiknir R.

Tvö mörk voru dæmd af Þór vegna rangstöðu. Siggi var á því að fyrra markið hefði átt að standa.

„Ég er aðeins búinn að kíkja á þetta, fyrra markið er náttúrulega ekki rangstaða og seinna er mikið vafaatriði held ég." Það tók smá tíma að dæma seinna markið af. „Nei, mér fannst það ekkert skrítin framkvæmd, dómararnir gera bara það sem þeir gera, ég er ekki að pæla of mikið í því."

Siggi hefur áhyggjur af frammistöðu liðsins. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég horfi á liðið og er mjög ósáttur með frammistöðuna og hugarfarið. Það komu alveg góðir kaflar og ef þessi mörk hefðu ekki verið tekin af okkur og við hefðum skorað úr eitthvað af þessum færum og sóknum sem við fengum þá væri ég hérna himinlifandi."

„Núna erum við ekkert að pæla í frammistöðunni, heldur bara að pæla í stigum. Þetta átti að vera augnablik til þess að taka þrjú stig, en Leiknismenn gerðu þetta vel, það var kraftur í þeim og meiri kraftur en í okkur sem mér finnst mjög skrítið af okkar hálfu. Ég hélt við værum komnir með þá, vorum búnir að ýta þeim niður og þjarma að þeim, fengum fullt af sénsum. Ég nenni ekki að pæla í einhverri frammistöðu núna, við þurfum bara að fá stig og það þarf alvöru leikmenn sem eru tilbúnir að gera allt til þess að fá þessi stig. mér fannst ekki nógu margir í Þórsliðinu í dag sem vildu fá þrjú stig."


Það var nánast alltaf mikil hætta þegar Leiknir náði að komast úr lágvörninni sinni í seinni hálfleik.

„Við brugðumst illa við því. Ég er ekki nógu ánægður með hugarfarið í dag, þetta er ekki búið að vera vandamál hjá okkur í sumar."

Hvað var það helsta sem var sagt inni í klefa eftir leik?

„Ég er kannski búinn að vera aðeins of linur við þá. Ég er búinn að taka tvö brjálæðisköst á þá og þá komu einhver viðbrögð. Ég held ég þurfi að fara brýna raustina á þá aðeins betur."

Þarf að fá svar í nágrannaslagnum
Framundan er nágrannaslagur á Dalvík. „Það þarf svo sannarlega svar þar, það eru margir sem áttu ekki góðan dag í dag sem þurfa að svara fyrir það á miðvikudag."

„Fyrir leikinn í dag áttum við tvo leiki inni og með þremur stigum hefðum við verið í góðri sveiflu. Við erum búnir með erfitt prógram í byrjun; tveir heimaleikir (fyrir leikinn í dag) og fjórir útileikir, búnir að spila við fimm af sex efstu liðunum í deildinni. Ég er búinn að vera nokkuð ánægður með frammistöðuna, en ekki stigasöfnunina. Nú þurfum við að harka stig og vera aðeins stærri en þetta. Mér fannst við svolítið litlir í dag sem er ekki eitthvað sem við viljum standa fyrir."


Gengið illa að skora
Þór hefur einungis einu sinni í sumar skorað meira en eitt mark. Af hverju gengur svona illa að skora?

„Þetta er með ólíkindum. Það er einhver stífla sem við þurfum að losa. Við erum svo sannarlega að skora mörk á æfingasvæðinu. Það hlýtur að fara detta, þá koma sigrarnir og stigin. Mörkin þurfa að fara koma fljótt," sagði þjálfari Þórsara.

Siggi vonast til að endurheimta Aron Inga Magnússon í leikmannahópinn í þarnæsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner