Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. júlí 2014 17:01
Arnar Daði Arnarsson
Báðir þjálfarar KV fengu leikbann
Páll fékk tveggja leikja bann.
Páll fékk tveggja leikja bann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag og dæmdi menn í leikbönn. Þar var meðal annars farið yfir mál úr leik HK og KV í 1. deildinni sem fram fór um helgina.

Þar var Páll Kristjánsson annar þjálfari KV rekinn upp í stúku í uppbótartíma. Halldór Árnason hinn þjálfari KV kláraði leikinn á bekknum.

Sigurður Óli Þorleifsson dómari leiksins skráði hinsvegar á leikskýrslu leiksins að báðir þjálfarar KV hafi fengið brottvísun í leiknum.

Nú er ljóst að Páll Kristjánsson þjálfari KV fær tveggja leikja bann fyrir atferli sitt og Halldór eins leiks bann. KV-liðið verður því þjálfaralaust í leiknum gegn Tindastól um helgina.

Ástæða fyrir tveggja leikja banni Páls er hegðun hans eftir brottvísun samkvæmt aga- og úrskurðarnefnd.

Fjallað var um þetta mál á Fótbolta.net í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner