Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 22. júlí 2014 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Corriere dello Sport: Conte að taka við PSG
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: Getty Images
Ítalski miðillinn Corriere dello Sport greinir frá því í blaði sínu í fyrramálið að ítalski þjálfarinn Antonio Conte sé við það að taka við franska stórliðinu Paris Saint-Germain en hann hætti við Juventus á dögunum.

Conte hætti með Juventus eftir að hafa gert liðið þrivegis að ítölskum meisturum og það þrjú ár í röð.

Eftir magnaðan árangur með félagið hætti hann í sumar en hann hefur verið orðaður við franska stórliðið Paris Saint-Germain að undanfönu.

Corriere dello Sport heldur því fram í blaði sínu á morgun að Conte taki við PSG á næstu dögum en Lauren Blanc, núverandi þjálfara PSG, verður þá sagt upp störfum.

PSG hefur fagnað sigri í frönsku deildinni síðustu tvö árin. Carlo Ancelotti stýrði þeim til sigurs á síðasta ári en Blanc á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner