Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 22. júlí 2014 10:30
Elvar Geir Magnússon
Eriksson: Rooney á að vera fyrirliði
Mynd: Getty Images
Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segir að Wayne Rooney eigi að taka við fyrirliðabandi Englands af Steven Gerrard sem lagt hefur landsliðsskóna á hilluna.

Eriksson segir að Rooney sé gríðarlega mikilvægur fyrir liðið og sé á réttum aldri. Rooney er 28 ára og á 95 landsleiki að baki.

Bryan Robson, fyrrum fyrirliði Englands, telur að Rooney, Joe Hart og Gary Cahill komi allir til greina. Ekki sé neinn augljós kostur.

„Wayne hefur verið fyrirliði Manchester United og Englands og veit um hva málið snýst. Það verður að leita til manns með reynslu sem er að fara að spila hvern einasta leik," segir Robson.

„Wayne er okkar besti leikmaður. Hann leggur mikið á sig fyrir liðið. Sama í hvaða stöðu hann er látinn leika þá vinnur hann mikið fyrir liðið.Það er góður kostur fyrirliða."
Athugasemdir
banner